Fyrsta bloggið

Já góða kvöldið.

Þessi síða á semsagt að vera þannig að ég set inn myndir af kirkjum og þið eigið að giska á hvaða kirkjur þetta eru. Ég ætla mér að setja inn nýja mynd á Þriðjudögum, Fimmtudögum og Sunnudögum

Þið hafið fjóra daga til að finna rétt svar og að sjálfsögðu er miklu skemmtilegra að reyna að finna svarið sjálf/ur heldur en að gá hvað hinir hafa sagt nú þegar - semsagt ákveða á hvað maður ætlar að giska áður en maður ýtir á comment takkann Wink

Þá skulum við bara byrja þetta þar sem að það er fimmtudagur...

...set myndina í næsta blogg á eftirTounge

BREYTINGAR 8. maí 2008:


!!!Takið eftir - Takið eftir!!!
 
Þar sem að myndunum í safninu fer fækkandi ætla ég að bregða á það ráð að fækka getraununum í hverri viku, að minnsta kosti í sumar. Héðan í frá mun ný getraun koma á hverjum mánudegi og hverjum fimmtudegi og svar við síðustu getraun mun þá koma á sama tíma.
Semsagt...
Mánudagar: Ný getraun + lausn fimmtudagsgetraunarinnar
Fimmtudagar: Ný getraun + lausn mánudagsgetraunarinnar

Síðan verður eflaust breytt fyrirkomulag aftur eftir sumarið - það fer allt eftir því hversu margar kirkjur ég get myndað.

Síðan er ný getraun hérna fyrir neðan... endilega giska á hana.

Góðar stundir
Stefán Erlingsson

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Selfosskirkja

Maggi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband