14.10.2007 | 11:51
Getraun #2 - Selfosskirkja
Hvað heitir þessi kirkja?
Svarið verður birt í titli bloggsins eftir fjóra daga.
Upplýsingar um fyrirkomulag á þessari síðu eru í fyrsta bloggi síðunnar, það má nálgast HÉR
Góðar stundir
Þetta var greinilega alltof auðvelt!
Athugasemdir
Selfosskirkja
Halli (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:28
það er rétt hjá manninum, þetta er Selfosskirkja
danni (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:45
selfosskirkja
Júlli (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:27
þessi kirkja hefur ekkert nafn
ingi (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:48
Þetta er Selfosskirkja.
Viðar Ara
Selfoss
Viðar Ara (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:50
Hverjum er ekki skítsama um kirkjur?
Christ...
Andri (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:45
Ég held þú hafir svarað spurningu þinni sjálfur Andri - Kristi er alveg örugglega ekki skítsama um kirkjur.
Stefán Erlingsson, 14.10.2007 kl. 19:08
Haha vel sagt.
Anna Lilja, 15.10.2007 kl. 00:26
Þetta er Selfosskirkja, ein af örfáum kirkjum landsins sem snýr ,,öfugt" það er að segja dyr kirkjunnar snúa í austur en ekki í vestur eins og hefð er fyrir.
Selfyssingur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 01:32
Þú getur kannski frætt mig... hvað er það nákvæmlega sem Jesú segir um kirkjur?
Drengur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:23
Selfyssingur: Þetta vissi ég ekki, takk fyrir þær upplýsingar
Drengur: Ég er hræddur um að ég sé ekki nógu vel lesinn í biblíunni/nýja testamentinu til að svara þeirri spurningu. Þú ættir að prófa að spyrja einhvern betri að sér en mig að þessu.
Stefán Erlingsson, 15.10.2007 kl. 12:07
Ef ég man rétt þá snýr Akureyrarkirkja líka öfugt, annars myndi hún ekki líta nógu vel út fyrir bæinn!
Tinna (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:33
Matteusarguðspjall 18:15-20
15Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér], skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn. 16En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ,hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.' 17Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.
18Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni.
19Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. 20Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:19
BTW, á ensku er "söfnuður" þýtt sem "church" í þessum kafla.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.